Thursday, January 31, 2008

Ég sé!

Já ég sé, og það meira að segja mjög vel. Leikskólakennurunum mínum fannst ég hlaupa svolítið mikið á hluti og héldu að ég sæi kannski ekki alveg nógu vel. Svo til öryggis fór mamma með mig til augnlæknis að láta athuga málið. Fyrst þurftum við að bíða lengi lengi. Mömmu finnst ekki gaman að bíða lengi lengi með mig, því mér finnst ekkert gaman að sitja og bíða. Ég er eins og Kalli á þakinu, ég vil hafa líf og fjör og læti. En svo fengum við loksins að fara inn til augnlæknisins og það var nú algjör snilld skal ég segja ykkur. Hún var með alls kyns spennandi myndir sem hún sýndi mér, sumar komu meira að segja upp úr spjaldinu. Ég var bara alveg dolfallinn. Svo fékk ég dropa í augun og svo biðum við aðeins lengur og svo lýsti augnlæknirinn í augun á mér og sagði að ég væri með mjög fína sjón. Svo það er nú ekki þess vegna sem ég hleyp á hluti heldur liggur mér bara stundum aðeins of mikið á :-P

Saturday, January 12, 2008

Fellibylur

Í dag er ég búinn að afreka þetta:
  • Brjóta glerlok
  • Brjóta glas
  • Dreifa kökuskrauti um allt gólf
  • Detta á hnakkann af eldhússtól
  • Detta með andlitið á hillu og sprengja efri vörina
  • Detta nokkrum sinnum á eldhúsgólfið við að hlaupa of hratt og ná ekki beygjunni

Wednesday, January 9, 2008

Hrakfallabálkur

Nú er hausinn minn dálítið skrautlegur. Á hnakkanum er risakúla, sem reyndar sést nú ekki. Hún er eftir að ég klifraði upp á eldhússtól og datt beint aftur fyrir mig á flísarnar. Það var mjög hræðilegt og ég grét lengi. Ég er samt ekki hættur að príla upp á eldhússtólana, ó nei. Og ekki nóg með það heldur er ég með mar á öðru augnlokinu, eiginlega glóðarauga nema það er bara eins og lárétt strik yfir auganu. Hinum megin er ég síðan með litla kúlu á augabrúninni og verð sjálfsagt kominn með glóðarauga á morgun.