Tuesday, September 7, 2010

Sumarfrí og sultur í Tyrklandi


Í sumar fórum við til Tyrklands. Það var náttúrulega alveg frábært, enda sérvalið frí fyrir okkur krakkana. Það voru sundlaugar og rennibrautir á hótelinu, stutt í ströndina og krakkadiskó á hverjum kvöldi þar sem ég lærði að syngja nokkur lög á þýsku og gera hreyfingar með. Svo var risastór veitingastaður þar sem mátti velja sér hvaða mat sem maður vildi. Eitt kvöldið var ég samt dálítið svangur þegar ég var að fara að sofa. Mamma sagði að ég yrði að bíða þangað til ég væri búinn að sofa því hún væri ekki með neinn mat. Ég trúði varla mínum eigin eyrum og sagði við hana, "Tókum við ekki með okkur slátur? Þú veist að ég elska alltaf slátur!".