Friday, January 2, 2015

Árið 2014

Svona lýsti mamma mér á facebook árið 2014:


14. mars
Aðeins of krúttlegir vinir :)



24. mars
"Loksins er almennileg skeifa í þessu, annars þarf maður bara að nota svona lélega skeifu" 
(almennileg skeifa = ausa, léleg skeifa = sleif)


12. apríl
"Ógissla ógissla hratt"




26. apríl
Eftir ca. fimm tíma af trampólínhoppi, fótbolta, badminton og körfubolta í garðinum fannst syninum passlegast að horfa á jólamynd "til að kveðja jólin"


27. apríl
Hjólaði með syninum á fyrsta fótboltamótið í bjánalega góðu veðri ‪#‎countlesshappydays‬

8. maí
"Mamma getur maður fengið kynþokkabólgu" - tók smá stund að fatta að sennilega væri átt við kinnholubólgu


4. júní
Mamman: Úff, sjá á þér táneglurnar drengur, þú ert eins og hellisbúi!
Sonurinn (7 ára): Voru þeir með langar táneglur
Mamman: Já auðvitað, heldurðu að það hafi verið til naglaklippur á steinöld?
Sonurinn: Er hægt að bakka í lífinu og fara á steinöld?
Mamman: Hvað, viltu vera hellisbúi svo þú þurfir ekki að klippa táneglurnar?
Sonurinn: Já...


19. júní
Þó maður sé að verða átta ára þá þarf maður samt stundum að hafa Bangsakrútt hjá sér



22. júní


27. júní
Píanóstrákurinn að æfa ítalskt lag



18. ágúst21. september
Þessi er nokkuð sáttur við að vera 8 ára og eiga hjólabrettiÞessi tvö fengu að vera ein heima í smástund. Svona fundum við þau.


17. desember20. desember
Jólasveinninn fór ekki svangur héðanJólastress hvað


25. desember
Á þessu heimili bíða flestar gjafir til jóladagsmorguns, eða öllu heldur jóladags-hádegis. Krílin löngu vöknuð og bíða eftir að stóru systkinin vakni á meðan gjafirnar bíða undir trénu.