Friday, August 17, 2007

Montnastur

Ég er sætasti og montnasti afmælisstrákur dagsins, í dag er ég nefnilega eins árs og lang flottastur eins og alltaf. Ég er alveg að fara að ganga, er farinn að ná að taka nokkur skref og er mjög duglegur að æfa mig. Ég fór í skoðun áðan og er 81 sentimetri og rétt tæp 12 kíló. Ég fékk líka sprautu í fótinn, ég varð alveg steinhissa en orgaði ekki neitt. Svo fór ég bara aftur í leikskólann minn þar sem ég uni mér vel. Á eftir kemur pabbi heim frá útlöndum og ég fæ pakka. Svo ætlum við að hafa köku í eftirmat samkvæmt pöntun frá stóru systur minni, en svo verður smá veisla á sunnudaginn fyrir okkur pabba og önnur einhvern tímann á næstunni fyrir frændfólkið mitt sem er ekki í bænum núna um helgina. Reyndar verðum við sjálf ekki í bænum næstu tvær helgar, svo þetta verður eitthvað púsluspil, en við finnum eitthvað út úr því.

2 comments:

Svandís said...

Til hamingju með afmælið stóri stóri strákur. Þú ert svei mér duglegur.

Sunnhildur said...

Til hamingju með afmælið litli frændi.
Júlía og Maggi senda líka knús í tilefni dagsins.