Saturday, March 29, 2008

Útidýr


Ég er búinn að finna paradís á jörðu, og hún er úti. Hvar sem er og hvenær sem er, bara úti. Helst vildi ég vera úti allan daginn alla daga, og öskra yfirleitt duglega þegar ég þarf að fara inn. Ég var mikið úti í páskafríinu í Víðihlíð, og komst meira að segja loksins á snjóþotu. Ég borðaði líka slatta af snjó og góðan slatta af páskaeggi. Það var mikið fjör og gaman að vera í sveitinni með pabba og mömmu, systkinum mínum, afa og ömmu og Þórði frænda. Og Gabríel, sem finnst næstum því jafn gaman og mér að vera úti, ég held að Víðihlíð sé uppáhalds staðurinn hans í öllum heiminum, þar getur hann hlaupið um allt og stundum koma hestar eða kindur á sem hann getur gelt á úr öruggri fjarlægð. Honum finnst líka gaman hérna heima þegar ég opna útidyrnar og við stelumst saman út. Svo þegar einhver kemur á eftir okkur þá hlaupum við hvor í sína áttina og ég hlæ og skríki yfir þessum skemmtilega leik.

1 comment:

Svandís said...

Og ekkert smá krúttlegt útidýr það.

Knús í poka.