Tuesday, August 12, 2008

Opið bréf til ömmu og afa í Hjallabrekku

Ég vil biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa sturtað hveiti, haframjöli, kartöflustráum, rúsínum, kókosmjöli, flórsykri, kakói og fleiru á gólfið hjá ömmu minni og afa í gær. Elsku amma og afi, ég vona að þið hafið ekki verið langt fram á nótt að þrífa eftir mig :-P

1 comment:

afi Guðmundur said...

Sei sei nei - amma þín var enga stund að sópa saman þessum fáu pökkum af haframjöli, hveiti, rúgmjöli, rúsínum og hvað það var nú allt saman sem tók bara pláss í skápnum.
Þér er fyrirgefið og þú ert eins og alltaf velkominn hvenær sem er