Saturday, November 21, 2009
Ekki allt talið enn
Það var ekki bara þetta með blauta rúmið og tússlitinn á gólfinu, nei það er sko öllu klínt á mig á þessu heimili. Einn laugardag nýlega var mamma í vinnunni og þegar hún kom heim var herbergið mitt í rúst. Það átti náttúrulega að kenna mér um það, eins og ég hefði rústað til! Ég útskýrði nákvæmlega fyrir mömmu hvernig þetta var, það voru nefnilega krakkarnir á leikskólanum. Þeir sögðu svona (með mjóróma röddu): mamma má ég rústa herberginu hans Guðmundar Steins, (smá þögn, svo örlítið breytt mjóróma rödd) já. Og þá rústuðu þeir herberginu.
Thursday, November 19, 2009
Satt og logið
Klukkan sex í morgun spratt ég á fætur lýsti því yfir að ég væri að drepast í maganum og yrði að fara í heita pottinn. Svo fór ég fram og leitaði um allt að Sigurði Pétri. Ég vildi endilega fara í heita pottinn eins og hann. Mamma var eitthvað að reyna að segja að það væri nótt og Sigurður Pétur væri sofandi í rúminu sínu hjá mömmu sinni og það væri enginn í heita pottinum. En ég vissi alveg að Sigurður hefði farið í heita pottinn og ég vildi fara líka!
Annars er það helst í fréttum að ég er hættur með bleiu, og meira að segja á nóttunni líka, ótrúlega duglegur. Það hefur bara einu sinni blotnað rúmið, ég skildi það nú reyndar ekki alveg, var bara steinhissa að vakna svona blautur. Ég velti þessu vandlega fyrir mér og eftir dágóða stund sagði ég við mömmu, það var pissað í rúmið. Gabríel gerði það!
Og það er nú ekki í eina skiptið sem ég hef kennt hundinum um. Um daginn var búið að lita með tússpenna á gólfið hjá Rósu og mamma ætlaði að skamma mig fyrir það. Mig! Það var sko ekki ég, það var Gabríel sem gerði það. En mamma trúði því ekki, svo þá var það vonda kisan sem litaði á gólfið. Mamma vildi heldur ekki trúa því, nú þá var það vonda músin. Og þar við sat, hvort sem mamma trúir því eða ekki þá var það vonda músin sem litaði með tússpenna á gólfið hjá Rósu.
Annars er það helst í fréttum að ég er hættur með bleiu, og meira að segja á nóttunni líka, ótrúlega duglegur. Það hefur bara einu sinni blotnað rúmið, ég skildi það nú reyndar ekki alveg, var bara steinhissa að vakna svona blautur. Ég velti þessu vandlega fyrir mér og eftir dágóða stund sagði ég við mömmu, það var pissað í rúmið. Gabríel gerði það!
Og það er nú ekki í eina skiptið sem ég hef kennt hundinum um. Um daginn var búið að lita með tússpenna á gólfið hjá Rósu og mamma ætlaði að skamma mig fyrir það. Mig! Það var sko ekki ég, það var Gabríel sem gerði það. En mamma trúði því ekki, svo þá var það vonda kisan sem litaði á gólfið. Mamma vildi heldur ekki trúa því, nú þá var það vonda músin. Og þar við sat, hvort sem mamma trúir því eða ekki þá var það vonda músin sem litaði með tússpenna á gólfið hjá Rósu.
Subscribe to:
Posts (Atom)