Thursday, January 18, 2007

Veiki snúður

Ég er lasinn og ósköp lufsulegur, fullur af slími svo hryglir í mér og búinn að missa röddina svo ég get ekki almennilega orgað yfir því hvað mér líður illa. Ég fór til læknis í dag og er víst með barkabólgu sem er ekkert hættuleg, en dálítið hræðileg því ég vakna upp á nóttunni og get í smástund ekki andað. En þetta lagast víst bara af sjálfu sér. Stóra systir kom með mér til læknis og læknirinn kíkti líka aðeins á hana, hún er búin að vera eitthvað slöpp undanfarna viku. Og þá kom í ljós að hún er komin með sýkingu í lungun svo hún þurfti að fá meðal.

Áður en ég veiktist náði ég sem betur fer að hitta tilvonandi vin minn og leikfélaga, hann Þór Sebastian ásamt stóru systur hans og mömmu. Þau eru nefnilega í jólaheimsókn hérna á Íslandi og eru svo að fara aftur til Englands þar sem þau eiga heima. Hann er fæddur daginn eftir að ég fæddist og er ótrúlega stór og flottur strákur eins og ég :-) Ég hlakka mikið til þegar hann flytur til Íslands, vonandi verður ekki langt í það.

No comments: