Saturday, January 17, 2009

Gleðilegt ár

Þá eru jólin víst löngu liðin og komið nýtt og spennandi ár. Við fórum í Víðihlíð um síðustu helgi með ömmu Ingu Rósu og afa Guðmundi, og vorum með þrettándabrennu og sprengdum nokkra flugelda. Ég hafði mjög gaman af flugeldunum, fullorðna fólkið hélt kannski að ég myndi verða hræddari við þá en það var nú aldeilis ekki. Ég er líka allur að mannast og ekki nærri eins hræddur við heiminn og ég var. Ég hafði mjög gaman af jólunum og var meira að segja nokkuð spenntur fyrir jólasveinunum þó ég væri nú pínulítið smeykur við þá eins og flest börn. Og ég fékk margt fínt og fallegt í jólagjöf sem ég var mjög ánægður með, mér finnst svo ótrúlega gaman að opna pakka og fá ný föt og leikföng. Ég lærði líka fullt af jólalögum og við Rósa Elísabet vorum alltaf að syngja saman Bjart er yfir Betlehem sem var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur báðum.

No comments: