Monday, January 19, 2009

Sungið og talað

Mér finnst svo gaman að syngja, ég er líka mjög lagviss og farinn að læra þó nokkuð af textum. Stundum hrærist þetta samt dálítið saman hjá mér, til dæmis syng ég afi minn og amma mín einhvern veginn svona:
Ama mímí sykobau
Situr útí götu
Enenene ána sín
Situr útí götu

Ég er orðinn mjög duglegur að setja saman setningar og gera mig skiljanlegan, eins og t.d. "mamma bíddu mér, ég sækja dúkka mín". Ég er sko mjög hrifinn af dúkkunum hennar Rósu, þær eru litlu börnin mín og ég druslast um með þær, gef þeim að borða, skipti á þeim, og einni stakk ég ofan í klósettið um helgina (mamma skildi ekki alveg af hverju ég gerði það en ég hafði mínar ástæður).

No comments: