Þá er ég búin í 10 mánaða skoðuninni, loksins og ekki seinna vænna því ég á nú ekki nema viku eftir í að verða 11 mánaða. Ég fékk þá umsögn að ég væri heldur á undan í hreyfiþroska, og helsta heilsufarsatriðið sem þyrfti að passa upp á með mig væri að hafa allt öruggt í kringum mig af því hvað ég er orkumikill og kaldur. Ég er ekki bróðir systur minnar fyrir ekki neitt!
Ég er ágætlega frískur, vonandi held ég því bara áfram þar sem við erum nú að fara að drífa okkur í sumarfrí. Ég fékk einhver útbrot í síðustu viku sem voru sennilega ofnæmisviðbrögð við sýklalyfinu sem ég fékk við eyrnabólgunni. Vonandi er það samt eitthvað annað í lyfinu heldur en pensillínið sem ég er með ofnæmi fyrir, en það kemur í ljós í haust.
Júlía frænka mín er búin að vera á Íslandi síðustu daga og við erum búin að leika okkur saman bæði heima hjá mér og hjá ömmu og afa í Hjallabrekku. Við leikum okkur þannig að hún tuskar mig til og ég harka af mér þangað til hún gengur of langt, þá orga ég. En svo er hún líka stundum góð við mig og leyfir mér að hafa smá dót.
No comments:
Post a Comment