Saturday, November 21, 2009

Ekki allt talið enn

Það var ekki bara þetta með blauta rúmið og tússlitinn á gólfinu, nei það er sko öllu klínt á mig á þessu heimili. Einn laugardag nýlega var mamma í vinnunni og þegar hún kom heim var herbergið mitt í rúst. Það átti náttúrulega að kenna mér um það, eins og ég hefði rústað til! Ég útskýrði nákvæmlega fyrir mömmu hvernig þetta var, það voru nefnilega krakkarnir á leikskólanum. Þeir sögðu svona (með mjóróma röddu): mamma má ég rústa herberginu hans Guðmundar Steins, (smá þögn, svo örlítið breytt mjóróma rödd) já. Og þá rústuðu þeir herberginu.

2 comments:

amma said...

hann er efni í rithöfund, drengurinn

Sigga Lára said...

Hahaha! Snilld.

Pólitíkus og bankamaður í uppsiglingu. ;)