Loksins tókst mér að losna við þennan óhræsis hósta, hann var sko hundleiðinlegur og lengi að fara. Ég er búinn að missa af þremur tímum í sundinu, en nú ætla ég loksins að drífa mig um helgina. Það verður örugglega gaman, en við þurfum sjálfsagt að byrja dálítið frá byrjun aftur.
Ég er alltaf jafn duglegur að borða, nú fæ ég graut og mauk tvisvar á dag. Ég er búinn að fá gulrætur og brokkolí, svo er ég að fara að smakka blómkál og sæta kartöflu. Mér finnast gulrætur mjög góðar og ég hlakka til að fá að smakka banana því mér finnst grautur með bananabragði langbestur. Annars tek ég við öllu og finnst voða gott að borða. Enda er ég stór og státinn, 9,1 kíló og 73,5 sentimetrar.
1 comment:
Vá! Og Gyða, kærastan þín, er eins árs, 76 cm og 9,7 kíló! Þú ferð að ná henni.
Post a Comment