Bráðum fer ég til útlanda svo ég þarf að fá vegabréf. Mamma og pabbi voru búin að lesa á netinu að það mætti koma með myndir af litlum börnum á minnislykli, þar sem það getur verið erfitt að ná myndum af þeim á staðnum. Þegar þau mættu með minnislykilinn kannaðist nú konan ekkert við þetta, en var samt alveg til í að prófa að nota myndina. En svo kom í ljós að umsóknarforritið samþykkti ekki myndina.
Þá þurfti að reyna að ná mynd af mér, með opin augun og að horfa i rétta átt. Það var nú ekki til að hjálpa að það tók svo langan tíma að smella af, þannig að þó ég væri að horfa í myndavélina þegar var ýtt á takkann þá var ég löngu búin að snúa höfðinu þegar vélin loksins smellti af. En loksins tókst nú að ná þokkalegri mynd og þetta virtist ætla að ganga. Nema þá fraus tölvan. Þá þurfti að byrja upp á nýtt. Þá þurftu mamma og pabbi að fylla út nýtt umsóknarblað. Það fannst þeim fyndið.
Loksins eftir langa mæðu fór tölvan aftur í gang og eftir nokkrar tilraunir tókst að ná mynd af mér, þó ég væri orðinn úrillur og alveg að sofna. Svo ég fæ vegabréf, og get farið að heimsækja hana Júlíu stóru frænku mína í Stokkhólmi.
2 comments:
Þetta hljómar nú bara alveg eins og þegar við sóttum um vegabréf fyrir Þór nema þá var hann bara nokkurra vikna og náði ekki að halda sér vakandi allan tímann. Er því nývaknaður og einstaklega úrillur á myndinni í vegabréfinu. Glæpamannslegasta ungabarn sem ég hef séð.
Hæ sæti frændasnúður.
Ég átti bara skila því frá JJ að hún hlakkar mega til að fá þig í heimsókn.
Hún er bara ekki komin með google account þannig hún gat ekki skilað því sjálf.
En annars hlökkum við öll ofsa mikið til að fá ykkur í heimsókn :)
Post a Comment