Ég held nú það, þá er ég byrjaður í aðlögun á leikskólanum. Það gekk svona líka ljómandi vel hjá okkur í morgun, ég réð mér varla af kæti yfir dótinu og krökkunum og öllu saman. Ég hafði heldur ekkert miklar áhyggjur af því hvar mamma var, vonandi verður áfram svona gaman hjá mér þegar hún fer að skilja mig eftir.
Ég er náttúrulega búin að vera í sumarfríi, stóra systir segir nú betur frá því, en ég er búinn að fara í útilegu og til Þýskalands og í Víðihlíð. Mér fannst mjög gaman í tjaldinu að geta náð í alla hluti, það eru nefnilega engar háar hillur og skápar í tjaldi. Ég er búinn að vera að æfa mig að taka fyrstu skrefin, náði mest þremur skrefum í Víðihlíð svo þetta er alveg að koma hjá mér. Ég er líka búinn að synda dálítið í sumarfríinu og leika mér heilan helling úti. Það finnst mér alveg frábært, ég held ég verði mikið útidýr eins og stóru systkini mín.
1 comment:
Hurru, áttu afmæli í dag? Til lukku!
Post a Comment