Í morgun pantaði mamma tíma hjá lækni handa mér af því ég var búinn að vera svolítið að toga í eyrun og kominn með dálítið vondan hósta í gærkvöldi. Svo þegar hún kom að sækja mig til að fara með mig til læknis þá var ég allt í einu bara orðinn hundslappur og ómögulegur. Enda kom í ljós að ég er með sýkingu í eyrunum og lungunum og á bara alveg bágt. Svo má ég ekki einu sinni fá mjólk, eg er búinn að vera svo slæmur í maganum í langan tíma að nú ætla mamma og pabbi að prófa að taka af mér allar mjólkurvörur í smá tíma. En ég fékk hrísmjólk (ekki hrísgrjóna heldur hrísmjöls) í pelann minn í staðinn og var alveg sáttur við það. Við pabbi ætlum svo bara að vera heima og hafa það gott á morgun.
En um síðustu helgi var ég eldhress og fór til Svíþjóðar. Þið getið lesið um það hjá Rósu Elísabetu en það var í stuttu máli sagt frábær ferð. Mér fannst til dæmis rosalega gaman að fá að sulla í vatninu í Tom Tits Experiment og svo var líka mjög spennandi að skoða svolítið hana litlu frænku mína. Fullorðna fólkinu fannst ég ekki alveg nógu mjúkhentur við hana en hvað kann maður svosem á þetta þegar maður er eins árs, ég var bara að reyna að setja upp í hana snuddu og klappa henni aðeins og toga hana til mín.
No comments:
Post a Comment