Ég er með eyrnabólgu. Sennilega búinn að vera með hana lengi, alveg frá því áður en ég fékk síðast meðal í nóvember, það virðist ekkert hafa læknað mig. Svo nú er ég kominn með annað meðal og vonandi batnar mér bráðum, ég er oftast hress og kátur en stundum líður mér bara alls ekki vel. Eins og til dæmis í nótt á meðan óveðrið var, þá öskraði ég eiginlega allan tímann, í tvo klukkutíma. Það var ekki gaman.
Annars er allt að verða jólalegt og fínt hjá okkur. Ég er búin að fá voða fínt í skóinn, smekk og þykka mjúka sokka með hundshausum á. Eins gott að jólasveinninn hafði skilning á því að ég er lasinn því ég er ekkert búinn að vera mjög góður...
No comments:
Post a Comment