Ég er nú ekki með hressasta móti þessi jólin, með hor og hósta, tannverki og eyrnaverki. En ég er nú samt alltaf jafn sætur og alltaf jafn kraftmikill. Úr því mamma nennir ekki í ræktina þá læt ég hana bara eltast við mig í staðinn. Ég er í smábarnaleikskólanum Ránargrund, sem er alveg frábær staður. Ég er mjög duglegur að príla, hlaupa og hafa hátt.
Ég sendi ykkur bestu jólakveðjur og hlakka til að læra að segja nöfnin ykkar á nýja árinu.
Guðmundur Steinn
No comments:
Post a Comment