Wednesday, January 9, 2008

Hrakfallabálkur

Nú er hausinn minn dálítið skrautlegur. Á hnakkanum er risakúla, sem reyndar sést nú ekki. Hún er eftir að ég klifraði upp á eldhússtól og datt beint aftur fyrir mig á flísarnar. Það var mjög hræðilegt og ég grét lengi. Ég er samt ekki hættur að príla upp á eldhússtólana, ó nei. Og ekki nóg með það heldur er ég með mar á öðru augnlokinu, eiginlega glóðarauga nema það er bara eins og lárétt strik yfir auganu. Hinum megin er ég síðan með litla kúlu á augabrúninni og verð sjálfsagt kominn með glóðarauga á morgun.

No comments: