Aðgerðin gerði nú ekkert alveg kraftaverk, ég er alla vega búinn að vera frekar slappur undanfarna viku, með hor og hósta. En rörin virðast þó vera að gera sitt gagn, alla vega voru þau hrein og fín á sínum stað þegar þau voru skoðuð í 18 mánaða skoðuninni í síðustu viku. Og ég er aðeins farinn að herma meira eftir orðum og farinn að gera dálítið af dýrahljóðum. Ég er líka farinn að segja nafn systur minnar, hún heitir Hngahnga. Og ég er kann að syngja Allir krakkar, það er að segja ég syng hátt og snjallt Mammmma, aftur og aftur.
Það gekk bara skínandi vel hjá okkur pabba og Rósu á meðan mamma var í útlöndum. Enda erum við Rósa svo dugleg og góð, og pabbi algjör snillingur að hugsa um okkur. Ég er líka orðinn mikill pabbastrákur og verð örugglega mjög glaður þegar hann kemur heim á morgun, hann þurfti nefnilega að fara til útlanda í þessari viku. Meiri ferðalögin á þessu fólki. Það verður nú gott að vera bara öll saman í rólegheitum um páskana.
No comments:
Post a Comment