Ég er búinn að vera að æfa mig í hvað allir í fjölskyldunni heita, og þegar mamma ætlaði að kenna mér hvað amma og afi á Akureyri heita þá fannst mér ekkert skrítið að þau hétu amma Kisa og afi Ljón. Nokkrum dögum seinna þegar við vorum að leggja af stað til þeirra í heimsókn þá var ég farinn að segja ammalili Kisa, en nú er ég búinn að læra að segja Gisela og Jón. Svo kann ég að segja hvað húsið mitt heitir, og hvað mamma og pabbi heita, og amma Inga Rósa og afi Dundur. Ég átti svolítið erfiðara með að læra hvað bróðir minn og systir heita, lengi vel svaraði ég bara Dundur. En nú er ég búinn að átta mig á þessu, og líka að hundurinn minn heitir Babille, fyrst svaraði ég alltaf bara að hundurinn minn héti Voffi, ég skildi ekki alveg spurninguna því mér finnst Gabríel eiginlega ekki vera hundur.
En við fórum semsagt til Akureyrar um síðustu helgi að heimsækja ömmu og afa. Það er alltaf svo gott að koma til þeirra og þetta var mjög skemmtileg ferð, eini gallinn var að við hefðum viljað vera lengur. Við fórum í leikhús að sjá Láp og Skráp og jólaskapið, og svo fórum við á skíði, m.a.s. ég líka! Það var dálítið erfitt, aðallega fyrir mömmu og pabba, en mjög gaman. Ég var samt pínu stressaður, ég vildi alls ekki láta sleppa mér augnablik, ekki heldur þó ég stæði grafkyrr á jafnsléttu. Svo keyrði ég marga hringi á sparkhjólinu hjá ömmu og afa eins og öll barnabörnin hafa gert :-) Og svo bara höfðum við það gott, borðuðum góðan mat og létum fara vel um okkur. Takk fyrir okkur amma og afi.
No comments:
Post a Comment