Mamma og pabbi voru niðri að horfa á þátt, þá birtist ég allt í einu trítlandi, smáskælandi af því ég hafði ekki fundið mömmu mína alveg strax. En ég var samt ágætlega haldinn því ég hafði fundið afgang af kvöldmatnum og var að narta í sneið af beikonbúðingi. Svo fékk ég að kúra hjá mömmu með beikonbúðinginn minn þangað til þau voru búin að horfa. En ég vildi ekki að Gabríel væri hjá okkur því ég treysti honum ekki til að láta matinn minn í friði, mamma og pabbi þurftu að reka hann inn í búr.
Mér fer mikið fram í tali og tekst orðið nokkuð vel að gera mig skiljanlegan, alla vega við mömmu og pabba. Ég er óvenju mikið að æfa samhljóðana núna, og þá sérstaklega t og l. Þegar orð enda á þessum stöfum þá segi ég þá aftur og aftur og aftur, til dæmis sagði ég áðan um beikonbúiðinginn, þetta er mitt-t-t-t-t-t.
No comments:
Post a Comment