Nú er ég orðinn svo fullorðinn að ég er kominn í venjulegt rúm. Það var reyndar löngu orðið tímabært þar sem ég var farinn að klifra upp úr rimlarúminu eins og ekkert væri. Ég gerði það samt bara þegar ég átti að fara að sofa, þegar ég vaknaði á nóttunni þá kallaði ég bara þangað til mamma kom og náði í mig. Nema eina nóttina, þá vaknaði mamma við að ég var að kalla en það var samt eitthvað skrítið við það, fyrst skildi hún ekkert hvað það var en svo áttaði hún sig á því að ég var einhvers staðar langt í burtu. Á endanum fann hún mig svo inni í bílskúr, ég var mjög ringlaður þar að reyna að finna mömmu mína.
Fyrir stuttu var foreldraviðtal í leikskólanum og kennarinn minn sagði bara allt gott um mig. Ég er kraftmikill og duglegur í leikskólanum eins og við er að búast, stundum kannski aðeins á undan sjálfum mér, alltaf jákvæður og til í að prófa eitthvað nýtt. Við erum bara fimm í hópnum mínum og við erum mjög góðir vinir og fylgjumst vel með að engan vanti í hópinn.
Og núna er ég að leika við hana Júlíu frænku mína sem gisti hjá okkur í nótt. Það finnst okkur rosalega gaman, hún býr sko í Stokkhólmi og við hittum hana alltof sjaldan.
1 comment:
Hahahha - litli kútur! Varstu kominn inn í bílskúr? lol...
Post a Comment