Sunday, October 12, 2008

Barnamál

Mömmu finnst svo gaman að barnamálinu mínu, henni finnst svolítið að hún sé að fá að upplifa eitthvað núna sem hún missti af með systur mína því hún var svo fljót að læra að tala. Dæmi um orðin mín eru t.d. búsa (buxur), dotta (stoppa), mamama (banani), beðu (pera), gangi (sæng), lúla (koddi), bóti (bátur), dondu (komdu), hina dodi (sýna þér dálítið), mela (laga) og þá sérstaklega mela gangi sem þýðir að það á að hrista sængina mína. Ég er líka farinn að læra ýmis lög og syng búta úr þeim eins og "undi búna", "gulu, laulu, appesína" og margt fleira. Mömmu og pabba finnst þetta allt saman afskaplega krúttlegt og skemmtilegt :-)

1 comment:

Siggadis said...

En gaman - get trúað að herramaðurinn sé hinn skemmtilegasti til samræðna - honum kippir kynið til :-)