Í morgun vaknaði ég glaður og kátur í pabba og mömmu bóli og til að sýna hvað ég var glaður og hvað mér þykir vænt um þau þá sleikti ég þau svolítið í framan, bara eins og Gabríel gerir. Svo gelti ég líka smá.
Annars er það helst að gerast í mínu lífi núna að við mamma erum búin að vera á tónlistarnámskeiði sem heitir Með á nótunum. Það er rosalega gaman, við lærum fullt af nýjum lögum og skemmtilegum leikjum, skemmtilegast finnst mér þulan um epli og perur sem vaxa á trjánum, þegar þau þroskast þá detta þau niður. Og þá pompa ég líka niður. Það er gaman :-)
1 comment:
Ohhh - en gaman! Gullu Nóu finnst þetta lag líka ógurlega gaman í sundi, en við syngjum þetta oft þar - hún endar á að spassast með miklum gauragangi í vatnið og fer svo í kaf! *klór á bak við eyrun, kúturinn okkar* Biðjum að heilsa í bælið þitt, Snati :-)
Post a Comment