Sunday, September 28, 2008
Tala tala
Ég er alltaf að læra ný orð og bæta við talið, það er líka svo gaman að geta tjáð sig og sagt hvað maður vill. Einna mest notuðu orðin eru bóa (prófa), makka (smakka), og hlálu (sjálfur). Yfirleitt kemur þá Dundu (Guðmundur) á undan, eins og til dæmis Dundu hlálu. Annað sem ég segi oft þessa dagana er mamma bóba (mamma sópa). Svo kann ég að segja hanga (þangað) og boppa (stoppa) og ekki, og ég hef oft miklar skoðanir á því hvert ég vil fara þegar við erum í bílnum. Og mörg fleiri orð kann ég, en þau eru yfirleitt frekar óskýr og kannski ekki margir sem skilja mig. En ég er auðvitað alltaf að æfa mig og ég verð flinkari með hverjum deginum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment