Þá kom nú loksins að því að það var haldið upp á afmælið mitt. Ég fékk pakka í morgun, svo lagði ég mig í kerrunni og eftir lúrinn var veisla. Amma Gisela kom frá Akureyri, það þótti okkur mjög gaman. Og það var líka gaman að fá alla hina, öll frændsystkini mín og frænkur og frændur, alla nema Svíþjóðarbúana sem var sárt saknað eins og oft áður. Og nú er Þórður frændi að fara til Danmerkur í skóla svo við eigum eftir að sakna hans líka.
En veislan var annars mjög fín, ég fékk fullt af alls kyns kökum og pizzusnúða og nammi, og marga skemmtilega pakka sem ég var yfir mig ánægður með. Mér fannst rosalega gaman að opna þá og ég var ótrúlega glaður með alla bílana og gröfurnar og fíneríið. Það var líka brjálað fjör hjá okkur að hoppa á trampólíninu og leika, frændur mínir eru svo duglegir að leika við mig þó þeir séu miklu stærri en ég.
No comments:
Post a Comment