Saturday, August 2, 2008
Útilegustrákur
Ég er búinn að vera alveg í essinu mínu í útilegum síðustu vikurnar. Við erum búin að vera í burtu í fjórar vikur og vera meira og minna í tjaldinu og mér finnst það bara æði. Ég held samt að skemmtilegast hafi verið að elta hænurnar í Sænautaseli. Ég er búinn að læra mikið af orðum í sumar, er mjög duglegur að tjá mig og hef miklar skoðanir á hvað ég vil og hvað ekki, og nota mikið bæði já og nei. Sunna, Maggi, Júlía og Emelía voru með okkur í útilegu í nokkra daga og ég lærði að segja nöfnin þeirra, Dunna, Eggi, Júla og Elí. Og á Akureyri lærði ég að segja Silja, nú kalla ég allar stelpur sem ég sé Síley. Ég kann að tjá mig um það þegar ég vil fara út, en þá segi ég reyndar inni. Og gjörðu svo vel segi ég einhvern veginn svona, hlö-hlel. Ég er líka búinn að syngja mikið, ég er búinn að vera með lagið "Babú babú brunabíllinn flautar" á heilanum í allt sumar. Inn á milli kemur svo líka babú babú trallala, uh uh (upp upp upp á fjall) og góní (uppi á grænum grænum). Ég held að ég eigi eftir að verða mjög kátur að fara í leikskólann minn eftir helgina.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment