Tuesday, February 10, 2009
Meiri skíði
Ég fékk að fara meira á skíði um helgina því mamma skrapp með okkur Rósu Elísabetu í Skálafell á sunnudaginn. Pabbi grey kom ekki með því hann liggur fárveikur í rúminu. Við ætluðum bara aðeins að skreppa og renna nokkrar ferðir, en þar sem það var yndislegt veður og lokað í Bláfjöllum þá var ekki beint hlaupið að því að komast í brekkurnar. Og þar að auki gleymdi mamma skíðaskónum sínum, hún er nú alveg snillingur stundum. Henni féllust pínu hendur við það og vissi ekki alveg hvað hún ætti að gera, fyrst var hún að hugsa um að leigja þá bara skíði fyrir sig en það var náttúrulega heillöng röð í leigunni. Á endanum keypti hún bara miða í lyftuna fyrir Rósu sem beið einu sinni í röðinni og eftir það greip hún svo lausa diska á miðri leið upp, náði þannig að renna sér bara nokkuð margar ferðir! Ég hins vegar renndi mér alveg sjálfur niður lítinn hól við endann á lyftunni og mamma hélt svo á mér upp aftur, og ég fékk líka að fara heilmargar ferðir. Ég var ansi duglegur að standa á skíðunum, stundum datt ég og þá bara hló ég og sagði "ég datt á rassinn minn". Það fannst mömmu fyndið :-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Duglegur :)
Post a Comment