Wednesday, February 3, 2010

Margs að spyrja

En mamma, hvað gerist ef maður vill ekki þvo sér um hendurnar? En ef maður burstar ekki tennurnar, hvað gerist þá? En ef maður fer ekki að sofa, hvað gerist þá? En ef maður dettur út um gluggann? En ef kisa klórar í gluggann? En ef maður fær kíghósta? En ef maður fær sprautu í kinnina? En ef maður getur ekki labbað?

2 comments:

Spunkhildur said...

sem seinna verður: Hvernig stoppar bremsan hjólið? Hvernig er niðursuðudós lokað? Hvernig fer hljóð af geisladisk í hátalara? Af hverju er stríð? Hver heldur þú að vinni Afríkukeppnina í fótbolta?

Berglind Rós said...

*andvarp*