Í leikskólanum í gær vorum við að skrifa snjósögur. Mín saga var svona:
Bíllinn hans pabba festist ekki í snjónum. Bláa ljósið hjálpaði okkur. Við fórum á skíði.
Þetta lýsir helginni okkar ansi vel. Við lögðum af stað til Akureyrar á fimmtudagskvöldi, lentum í brjáluðum byl undir Hafnarfjalli en vorum svo heppin að lenda fljótlega á eftir björgunarsveitarbíl og gátum elt bláu ljósin í gegnum kófið, fram hjá tugum bíla sem voru fastir á veginum. Við náðum að komast í gistingu á Mótel Venus (sem ég kallaði gamla húsið) og héldum svo áfram til Akureyrar daginn eftir. Þar var svo skíðað alla helgina og ég var mjög duglegur, fór meira að segja í stólalyftuna og allt.
No comments:
Post a Comment