Í dag fór ég í klippingu. Ég var svolítið hræddur við að fara, hélt kannski að það yrði sárt þegar hárið yrði klippt og leist ekki alveg á þetta. En mamma stappaði í mig stálinu og á endanum var ég mjög duglegur, sat alveg sjálfur í stólnum og hélt bara í hendina á mömmu í smástund. Eftir á var mamma að hrósa mér og segja hvað ég hefði verið duglegur. Þá sagði ég: "Ég veit, strákar eru hugrakkar skepnur!"
No comments:
Post a Comment