Sunday, December 4, 2011

Þetta fullorðna fólk veit ekki neitt

Mamma er svo rugluð, hún heldur að ég hafi verið tveggja ára þegar ég lærbrotnaði. Ég er margoft búinn að segja henni að ég var svona 3-4 ára, og ég var sko ekki með bleiu, ég man þetta vel. Svo heldur hún líka að ég hafi ekki farið í Maríuhænuna í Gröna Lund skemmtigarðinum í sumar, hún segir að ég hafi ekki viljað fara af því hún var svo hræðileg. Það endaði með því að ég sagði við hana, mamma veistu hvað ég held? Ég held að heilinn minn sé betri en heilinn þinn.

No comments: