Svona lýsti mamma mér á facebook árið 2014:
14. mars
Aðeins of krúttlegir vinir :)
24. mars
"Loksins er almennileg skeifa í þessu, annars þarf maður bara að nota svona lélega skeifu"
(almennileg skeifa = ausa, léleg skeifa = sleif)
12. apríl
"Ógissla ógissla hratt"
26. apríl
Eftir ca. fimm tíma af trampólínhoppi, fótbolta, badminton og körfubolta í garðinum fannst syninum passlegast að horfa á jólamynd "til að kveðja jólin"
27. apríl
Hjólaði með syninum á fyrsta fótboltamótið í bjánalega góðu veðri #countlesshappydays
8. maí
"Mamma getur maður fengið kynþokkabólgu" - tók smá stund að fatta að sennilega væri átt við kinnholubólgu
4. júní
Mamman: Úff, sjá á þér táneglurnar drengur, þú ert eins og hellisbúi!
Sonurinn (7 ára): Voru þeir með langar táneglur
Mamman: Já auðvitað, heldurðu að það hafi verið til naglaklippur á steinöld?
Sonurinn: Er hægt að bakka í lífinu og fara á steinöld?
Mamman: Hvað, viltu vera hellisbúi svo þú þurfir ekki að klippa táneglurnar?
Sonurinn: Já...
19. júní
Þó maður sé að verða átta ára þá þarf maður samt stundum að hafa Bangsakrútt hjá sér
22. júní
27. júní
Píanóstrákurinn að æfa ítalskt lag
18. ágúst | 21. september |
Þessi er nokkuð sáttur við að vera 8 ára og eiga hjólabretti | Þessi tvö fengu að vera ein heima í smástund. Svona fundum við þau. |
17. desember | 20. desember |
Jólasveinninn fór ekki svangur héðan | Jólastress hvað |
25. desember | |
Á þessu heimili bíða flestar gjafir til jóladagsmorguns, eða öllu heldur jóladags-hádegis. Krílin löngu vöknuð og bíða eftir að stóru systkinin vakni á meðan gjafirnar bíða undir trénu. | |