Loksins er þetta að gerast, tvær farnar á tveimur dögum! Ingibjörg Gísela er einmitt með þessar tvær sem vantar í mig (ekki sömu tennurnar samt). Í morgun var ég að horfa á tennurnar hennar og velta vöngum og sagði við mömmu, Ingibjörg er eins og rostungur! Ha, sagði mamma, hún fattaði þetta ekki alveg. Já sko ef tennurnar væru uppi og þær væru svona langar (og svo teiknaði ég með fingrinum frá efri vör og niður fyrir höku) þá væri hún eins og rostungur. Og þá gæti hún sigrað ísbjörn!
No comments:
Post a Comment