Sunday, September 23, 2007

Fréttaskot

Í fréttum er það helst að ég er búin að fara í næturpössun, loksins. Ég fékk að vera í Hjallabrekku hjá afa og ömmu alla síðustu helgi á meðan restin af fjölskyldunni fór til Akureyrar. Það var mjög gott að vera í Hjallabrekkunni, nema það var verri sagan að ég varð sárlasinn á laugardeginum. En þá var samt miklu betra að vera hjá ömmu og afa heldur en að eiga eftir að þvælast í bíl alla leið til baka frá Akureyri. Ég var síðan veikur alveg fram í miðja viku, með háan hita og verki og leið bara virkilega illa. Ég var líka mjög lélegur að borða og þegar ég kom aftur í leikskólann fannst kennurunum ég hafa horast í veikindunum. En ég verð örugglega fljótur að ná mér. Svo kom í ljós að það er einn jaxl búinn að brjótast í gegn, svo ekki hefur það verið til að láta mér líða betur. En nú er ég orðinn miklu hressari og kátari og frískari.

Ég er auðvitað alltaf að læra eitthvað nýtt, ég er orðinn mjög flinkur í hreyfingum með lögum eins og Uppi á grænum grænum, ég kann að segja datt, mat, voff og margt fleira sem enginn skilur, og ég kann að gera tákn með tali fyrir mat og búinn. Mér finnst skemmtilegast að láta halda á mér og setja mig á hvolf og hnoðast með mig.

Og svona er ég flottur leikskólastrákur

No comments: