Ég er svo flinkur að labba, það er eiginlega ótrúlegt hvað mér hefur farið hratt fram frá því að ég komst af stað á afmælisdaginn minn. Nú labba ég um allt, beygi og sný við eins og ekkert sé sjálfsagðara, og labba meira að segja í útiskónum í grasi og allt. Ég pompa auðvitað oft á bossann, en það gerir ekkert til.
Ég er aðalfjörkálfurinn á leikskólanum mínum, er alltaf á fullu að hamast og leika mér. Stundum verð ég pínu pirraður og væli í kennurunum, þá vil ég bara láta hnoðast með mig í smá stund. Svo þegar ég er búin að fá vænan skammt af knúsi og hnoði þá trítla ég aftur af stað og fer að leika mér.
Ég er aðeins farinn að segja orð, það fyrsta sem ég sagði var nú fyrir nokkuð löngu síðan, þá sagði ég "aff". Eða svona gelt, það er eiginlega ekki hægt að skrifa það, en það fyrsta sem ég lærði að segja var semsagt að gelta. Svo fór ég að segja ma-ma, það þýðir matur, ég var ca. 10 mánaða þegar ég lærði það. Núna segi ég líka datt og ég held að ég kunni að segja skeið (gei) og kannski stundum mamma. Ég er mjög duglegur að æfa mig í hljóðum og tali og stefni alveg í að verða jafn málgefinn og stóra systir mín.
No comments:
Post a Comment