Monday, September 3, 2007

Namminamm

Þið megið ekki segja mömmu að ég hafi sagt ykkur frá þessu, en ég fékk pylsu og kókómjólk í kvöldmatinn! Ég borðaði næstum því heila pylsu í brauði með tómatsósu og drakk svona hálfa kókómjólk, mér fannst hún alveg gett góð (eins og Rósa stóra systir segir). Í gær fékk ég líka annað sem var rosa gott, það voru bláber sem ég tíndi upp í mig sjálfur úti í móa. Það var fullt af stórum og góðum bláberjum og ég var ekki lengi að komast upp á lagið með að tína þau af lynginu.

Svo er annað sem ég er búinn að læra, það er að klifra upp í sófann. Ég verð svo montinn þegar það tekst að það er ótrúlegt, ég hlamma mér aftur í sófann og skríki af monti. Og ég kann meira að segja líka að fara niður úr sófanum. En ég kann ekki vel að passa mig þegar ég er uppi í sófa, einu sinni datt ég beint niður á gólf með hausinn á undan, og mamma og pabbi hafa ósjaldan gripið mig á síðustu stundu.

No comments: