Wednesday, February 20, 2008

Orðaforði

Nú er ég 18 mánaða og 3 dögum betur. Það sem ég kann að segja er þetta:
  • Bibi - með TMT handarhreyfingu, búinn
  • Mah - með handarhreyfingu, mat
  • Búba - súpa
  • Blli - peli
  • Mamma
  • Babbi
  • Babí - Gabríel
  • Doddu - komdu
  • Dih - sittu
  • Leh - Bless
  • Æjó - Halló

Fleiru man ég ekki eftir. En nú er ég kominn með rörin og ég ætla að reyna að vera duglegur að æfa mig á meðan mamma er í útlöndum og koma henni á óvart þegar hún kemur heim. Jájá, hún yfirgaf okkur í marga daga, fór alla leiðina til San Francisco og verður í burtu í næstum því viku. En við förum nú létt með að bjarga okkur á meðan, þó hún haldi að allt fari í uppnám ef hún er ekki til að stjórna og stýra öllu þá höfum systkinin við það bara mjög gott með honum pabba okkar :-)

No comments: