Wednesday, June 4, 2008

Ái

Ég klemmdi mig á hurð í leikskólanum í dag og það var hræðilega vont! Kennarinn minn hringdi í mömmu því ég gat bara ekki jafnað mig á þessu, skældi og sagði ái endalaust. Mér líður nú mun betur núna, er kominn heim og búinn að fá íbúfen og deyfikrem og pela, og puttarnir líta ágætlega út. En mikið var þetta vont.

Nú styttist annars í að hún amma Gisela komi og verði hjá mér á meðan restin af fjölskyldunni fer í smá frí. Við ætlum nú líka að hafa það gott, við förum í bústað með Önnu-Lind og fjölskyldu um helgina og það verður örugglega rosa gaman. Svo fer ég í leikskólann eins og venjulega í næstu viku, reyndar ekki alveg eins og venjulega því við ætlum að fara saman níu félagarnir með kennurunum okkar og flytja okkur upp á Ása. Eftir leikskóla ætlar Rakel svo að koma og leika svolítið við mig, ég er svo kraftmikill strákur að það veitir örugglega ekki af smá liðsauka ;-)

No comments: