Saturday, June 21, 2008

Sælinú

Jæja, ég vil nú byrja á því að þakka öllum sem tóku mig að sér á meðan restin af fjölskyldunni fór að sigla í Frakklandi. Ég átti afskaplega skemmtilega viku með föðurfjölskyldunni minni, fór í sumarbústað og gerði margt skemmtilegt sem ég kann náttúrulega ekki að segja mömmu frá. En ég lærði að segja ammelí sem þýðir Anna-Lind :-) Og ég byrjaði í nýjum leikskóla, við félagarnir af Ránargrund erum núna komnir upp á Ása. Við erum reyndar ennþá með tvo af gömlu kennurunum okkar með okkur en þetta hefur samt verið dálítil breyting. En það gekk mjög vel og það er mikið fjör á Ásum. Ég fór líka til læknis, ég fékk eyrnabólgu og þurfti að fá meðal. Svo það var nóg að gera hjá mér og öllum í kringum mig.

Ég er mikið að syngja núna, og hef miklar skoðanir á því hvað ég vil láta syngja. Það er Göngum göngum. Flest önnur lög nenni ég ekki að hlusta á og segi bara nei þegar mamma byrjar að syngja þau. En þegar hún er búin að syngja Göngum göngum þá segi ég attur. Sem betur fer nennir Rósa stundum að taka við og syngja það fyrir mig. Þetta var nú líka einu sinni uppáhaldslagið hennar, mamma söng það svona fimmhundruð sinnum í röð heldur hún, einu sinni þegar þau voru á leiðinni heim úr jeppaferð og Rósa var orðin eitthvað þreytt og súr.

Og í dag er mamma mín með kúlu á enninu, ég henti fjarstýringu í hausinn á henni þegar hún nennti ekki framúr í morgun.

No comments: