Ég er aðeins farinn að æfa mig að vera stór og ekki vera með neina bleiu. Ég er ægilega ánægður með mig og finnst þetta mjög þægilegt. En ég kann nú ekki mikið á það hvað maður á síðan að gera. Mamma hélt reyndar að ég ætlaði að vera algjör snillingur í fyrsta skiptið sem ég var bleiulaus, þá kom ég hlaupandi inn í stofu og sagði pissa! Mamma spratt upp úr sófanum og hljóp á eftir mér að hún hélt inn á bað. En þá hélt ég nú bara áfram alla leið inn í herbergi og sýndi henni hvar ég var búinn að pissa á gólfið :-D
No comments:
Post a Comment