Eldsnemma einn morguninn vaknaði mamma við það að ég var eitthvað að bylta mér og segja eitthvað sem hún skildi á endanum að þýddi Rósa skera. Hvað er Rósa að skera? spurði hún. Pabba! svaraði ég þá. Mamma sagði þá að þetta væri bara draumur og það væri allt í lagi. Hvar er pabbi? spurði ég. Mamma benti hinum megin í rúmið og þegar ég sá að pabbi lá þar og að það var ekki búið að skera hann niður þá gat ég sofnað vært aftur.
No comments:
Post a Comment