Ég er búinn að vera að renna mér á skíðunum síðustu tvo daga hérna á Akureyri, og búinn að vera ótrúlega duglegur. Mér finnst rosa gaman á skíðum og er alveg hættur að vera hræddur eins og var í desember þegar ég fór fyrst. Ég er líka búinn að fara í sund og út í garð að leita að fyrsta skammti af páskaeggjum. Það er rosa gaman hjá okkur, enda fullt hús af krökkum í húsinu hjá ömmu og afa. En mér fannst skrítið að amma og afi væru ekki hérna, og leitaði dálítið að þeim. Ég leitaði líka dálítið að kisunni, mamma segir að hún sé dáin en ég er ekki sammála því, kisan er góð!
No comments:
Post a Comment