Sunday, April 12, 2009
Nóg komið af skíðum
Ég var nú ekki alveg að nenna að renna mér í dag, eftir fyrstu ferð stakk ég upp á að fara núna í bílinn og ég vildi ekkert standa sjálfur eða neitt. Á endanum sagði ég mömmu að ég þyrfti að fá nýja bleiu, svo pabbi brunaði með mig heim og skipti á mér. Það reyndist síðan vera algjör óþarfi, þetta var bara snjallræði hjá mér til að sleppa af skíðunum. Ég steinsofnaði svo í bílnum á leiðinni aftur upp í fjall, ég var bara úrvinda af þreytu eftir allt fjörið síðustu daga. Þegar ég var búinn að hvíla mig var ég nú alveg til í að fara aftur á skíðin, en þá voru allir búnir í fjallinu. Ég skelli mér bara aðeins á morgun áður en við leggjum af stað heim.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment