Þá er búið að vega mig og meta í tilefni af 8 mánaða afmælinu og ég er 10,1 kíló, 77 sentimetrar, flottur og fínn og langmyndarlegasta smábarnið í bænum. Eða það segir mamma alla vega :-) Og ég er búinn að fá pláss hjá dagmömmu, það kom í ljós að dagforeldrarnir sem Rósa Elísabet var hjá eru með svo mikið af góðu fólki með sér að þau geta alveg tekið við mér, þó þau séu nú eiginlega í fæðingarorlofi. Svo ég fæ að vera hjá þeim í sumar og svo fer ég í smábarnaleikskólann eftir sumarfrí.
No comments:
Post a Comment