hvort ég kunni að sitja. Ég get alveg setið í smá stund, en svo gleymi ég mér og halla mér of langt til hliðar, eða fram og dett þá beint á trýnið :-Þ Svo það er ekki hægt að skilja mig eftir sitjandi enn sem komið er. Þess vegna finnst mömmu gott að hafa mig ennþá í smábarnabílstólnum og geta lagt mig frá sér. Sem betur fer er hann stærri en venjulegir stólar sem eru bara upp í 9 kíló, ég er náttúrulega vaxinn upp úr þannig stól fyrir löngu.
Ég er annars búinn að vera mjög duglegur að æfa mig í magaskriðinu, mér tókst til dæmis að festa hausinn undir sófa. Og mig langar óskaplega mikið að skríða niður tröppurnar, mamma er búin að prófa að leyfa mér að fara alveg að þeim og mér dettur sko ekki í hug að stoppa, reyni bara að komast áfram niður. Vonandi verð ég samt ekki sami brjálæðingurinn og stóra systir mín sem keyrði einu sinni niður tröppurnar á sparkbíl.
No comments:
Post a Comment