Wednesday, March 28, 2007

Á skallanum

Í fyrradag var ég svona:
En nú er ég svona:

Ég var nú vægast sagt ekki ánægður með þessar aðgerðir, var dauðhræddur við þetta skrítna titrandi tæki á hausnum á mér og öskraði alveg ægilega. Annars er ég eldhress og kátur, búinn að fá margt nýtt og spennandi að borða eins og hakk og spaghettí, brauð með bökuðum baunum, og kleinu sem mér fannst nú jafnvel betri en seríos og er þá mikið sagt! Ég er orðinn mjög duglegur að toga mig áfram á maganum og er aðeins að myndast við að lyfta mér upp á hnén. Uppáhaldsdótið mitt eru snúrur og hundaleikföng, og ef ég sé eitthvað þannig í fjarlægð þá get ég komist ótrúlegar vegalengdir til að ná í það.

3 comments:

Svandís said...

Rosa ertu duglegur. Ertu kannski búinn að læra að sitja sjálfur líka? Þú virkar svo miklu stærri en Þór þegar þú situr í þessum stól. Ég þarf greinilega að setja hann í strangar þjálfunarbúðir.

Sunnhildur said...

Alltaf jafnsætur!

Mér finnst þú vera mjög Markúsarlegur á fyrri myndinni en svo aftur eitthvað Rósulegur á þeirri seinni :)

Hlakka til að koma og knúsa þig!

Siggadis said...

Þessi augu... þessi augu... :)