Friday, March 9, 2007

Ferðalangur

Í gær fór ég í flugvél með mömmu. Það gekk bara ljómandi vel og ég var mjög duglegur. Við byrjuðum á því að hitta ömmu Giselu á flugvellinum. Við urðum aldeilis hissa og glöð, en verst að við skyldum ekki fatta það fyrirfram að hún væri að fara á sama tíma og við, þá hefðum hún getað komið með okkur í bílnum. En það var alla vega mjög gaman að hitta hana.

Við vorum svo heppin að það var nóg pláss í flugvélinni, svo ég gat fengið að vera í bílstólnum mínum og við fengum að hafa kerruna með okkur inn í flugvélina. Þá þurfti mamma ekkert að burðast með mig, gat bara sett bílstólinn í kerruna og keyrt mig um allt á flugvöllunum. Það var nú gott, því ég er soddan hlunkur :-)

Og nú erum við komin til hennar Júlíu frænku minnar og pabba hennar og mömmu. Það er nú aldeilis gaman og notalegt. Júlía er svo dugleg og hún á fullt af spennandi dóti. Svo ætlum við mamma að fara og kaupa fullt af fötum handa mér og Rósu Elísabetu stóru systur. Við erum nefnilega bæði vaxin upp úr öllum fötunum okkar. Rósa var líka alveg sátt við að mamma færi til útlanda þegar hún vissi að það ætti að kaupa á hana ný föt.

No comments: