Tuesday, March 6, 2007

Á fleygiferð

Allt í einu er ég orðinn ótrúlega hreyfanlegur, ég velti mér í allar áttir og ormast um allt gólf á maganum. Það þarf að passa vel allar snúrur fyrir mér, og það styttist í að þurfi að setja hlið fyrir tröppurnar. Mamma og pabbi héldu að ég myndi vera seinn að komast af stað af því hvað ég er stór, en þau vita nú bara ekkert í sinn haus. Þau héldu líka fyrst að ég ætlaði verða svo ótrúlega rólegur, ónei ekki aldeilis, það lítur út fyrir að ég verði bara nákvæmlega sami gormurinn og hún stóra systir. Kannski á ég samt eftir að tala aðeins minna en hún.

Ég er alltaf að smakka eitthvað nýtt, nú er ég farinn að fá venjulegan hafragraut og brauð með smjöri og kæfu. Pabbi leyfir mér líka oft að sitja í matarstólnum með seríos og stappaðan banana á borðinu mínu. Svo tíni ég þetta upp í mig sjálfur og gengur ótrúlega vel. Seríosið er auðvitað dálítið erfitt, en þá hjálpar að vera útklístraður í banana, þá límist seríosið svo vel við mann :-)

1 comment:

Svandís said...

Ja hérna hér. Og greyið Þór fær bara graut á kvöldin, stundum smá sveskjumauk eða perumauk. Það er illa farið með hann. Annars geta þeir þá farið í kapprúll núna þeir félagar ;)